Örnámskeið og Erindi
Mælikvarðar
Farið er yfir hvernig gera má áhrifaríka mælikvarða sem styðja við árangur, hvatningu og helgun teyma. Farið er yfir muninn á forvirkum og afturvirkum mælikvörðum, hvað ber að varast þegar mælikvarðar eru skilgreindir og dæmi um góða og slæma mælikvarða skoðuð.
Þátttakendur koma út með hugmyndir og innblástur til að byrja strax að móta mælikvarða með sínu teymi.
Lengd - 1 klst.
Öryggismenning
Þátttakendur fá innsýn inn í hvað einkennir góða öryggismenningu. Farið er yfir hvað starfsfólk og stjórnendur geta gert til að taka skref í áttina að bættri öryggismenningu á sínum vinnustað.
Lengd - 1klst.
Betra skipulag með 5S
Aðferðafræði 5S er lykiltól til að koma á röð og reglu, bæta skipulag og síðast en ekki síst festa það í sessi. 5S er aðferðafræði sem hægt er að nýta á verkstæðinu, lagernum eða skrifstofunni.
Lengd - 1klst.
Töflufundir
Farið er yfir mismunandi form töflufunda og hvernig hægt er að nýta stutta 15 mín fundi til að bæta framgang verkefna og virkja umbótahugsun starfsmanna.
Lengd 1klst.