Gemba var stofnað árið 2018 af Margréti og Ásdísi sem hafa áralanga reynslu að baki sem stjórnendur innan orku og veitugeirans. Gemba kemur úr japönsku og þýðir “staðurinn þar sem virði verður til”.
Ásdís KristinsdóttiR, EIgandi
Ásdís er vélaverkfræðingur MSc. frá Canterbury University á Nýja Sjálandi. Hún hefur lokið námi í ICF vottuðu markþjálfunarnámi og C-vottun IPMA í verkefnastjórnun. Ásdís á að baki 12 ára starfreynslu hjá Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún gegndi síðast starfi forstöðumanns tækniþróunar, en þar áður gegndi hún starfi forstöðumanns verkefnastofu og sviðsstjóra tæknimála. Á undanförnum árum hefur hún einnig setið í stjórnum Gagnaveitu Reykjavíkur, Keilis miðstöðvar fræða og vísinda, Metans og Nýorku. Hún hefur einnig kennt mastersnemum í iðnaðarverkfræði við HÍ straumlínustjórnun.
asdis@gemba.is / S: 617-6634
Margrét Edda Ragnarsdóttir, eigandi
Margrét Edda er rafmagnsverkfræðingur MSc. frá Northeastern University í Boston. Hún á að baki 12 ára starfsreynslu úr orkugeiranum þar sem hún starfaði við rekstur, viðhald og fjárfestingar. Hún starfaði síðast á orkusviði Landsvirkjunar sem forstöðumaður jarðvarmadeildar, en áður gegndi hún starfi aðstoðardeildarstjóra tæknideildar. Þar áður starfaði hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem umsjónarmaður rafmagns og hjá Landsneti við kerfisþróun. Hún hefur einnig kennt mastersnemum í iðnaðarverkfræði við HÍ straumlínustjórnun.
margret@gemba.is / S: 699-3947